COVID-19

v/ COVID-19

Við höfum

opnað á ný!

Hotel Hvolsvöllur & HH Restaurant hafa opnað á ný!

Við höfum yfirfarið og aðlagað vinnubrögð okkar til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks.

Það sem við erum að gera

Endurskoðuð vinnubrögð

Við höfum yfirfarið og aðlagað vinnubrögð okkar til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks;


  • Sótthreinsun sameiginlegra snertiflata
  • Allir helstu snertipunktar; Dyrhandföng, hnappar, borð og önnur yfirborð.
  • Fjarlægðarmerkingar
  • Gólf- og yfirborðsmerki til að auðvelda fjarlægðarmörkun

Hreint og öruggt

Við tökum þátt í öryggisátaki ferðamálastofu.

Lestu meira hér að neðan.

Eftirlit með heilsufari starfsfólks

Við sjáum til þess að starfsfólkið okkar sé við hestaheilsu með því að tryggja öruggt starfsumhverfi auk þess að fylgjast með.


  • Persónuhlífar fyrir starfsfólk, þ.mt grímur, hanskar og hreinsiefni.


  • Fjarlægðarmerkingar á vinnusvæðum.


  • Gestir geta afþakkað herbergishreinsun meðan á dvöl þeirra stendur og farið fram á að ekki sé farið inn á herbergi þeirra.

Sveigjanleiki og góð þjónusta

Við höldum áfram að bjóða gestum sveigjanlegan afbókunarfrest.


Bókunardeildin okkar getur svarað þeim spurningum eða vangaveltum sem þú hefur. Við viljum gera okkar besta til að gera dvölina þína ánægjulega.

Vinsamleg tilmæli til gesta okkar

Notum grímur

Við biðjum gesti um að vera viðbúnir undir það að klæðast andlitsgrímum þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk.

Höldum fjarlægð á milli hópa

Höldum 2 metra fjarlægð milli hvers hóps þegar mögulegt er.

Sprittum og þvoum hendur reglulega

Þegar komið er inn á hótelið hafa gestir greiðan aðgang að sprittstöðvum.

Við höfum komið fyrir fleiri stöðvum víðsvegar um bygginguna sem gestir okkar geta notað.


Reglulegur handþvottur er ein besta leiðin til að vernda sjálfan þig og aðra.

Lestu meira hér.

Ekki hika við að spyrja

Við erum til staðar til að svara spurningum eða vangaveltum sem þú hefur og viljum gera okkar besta til að gera dvölina þína ánægjulega.

Hreint og Öruggt (e. Clean & Safe)

Hótel Hvolsvöllur tekur þátt í átaksverkefni Ferðamálastofu, hreint og öruggt.


Verkefnið hefur verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi og af World Travel and Tourism Council (WTTC).

Frekari Upplýsingar:

Þetta efni er aðeins aðgengilegt á ensku eins og er.

Share by: